Safnaráð stendur fyrir málþingi um rannsóknir safna í Þjóðminjasafninu þann 6. nóvember. Rannsóknir eiga að vera mikilvægur hluti af safnastarfi og ein af forsendum þess að safnastarf sé í takt við tímann. Safnaráð vill kanna og meta vægi rannsókna í starfi safna og finna leiðir til að styrkja þátt rannsókna í safnastarfi. Athyglinni verður beint að hlutverki rannsókna í starfi safna og að þætti safna í að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista, náttúru og vísinda með rannsóknum sínum og miðlun þeirra. Skoðað verður hvað einkennir safnarannsóknir og hverjar væntingar fræðasamfélagsins séu til safna sem rannsóknarstofnana.
Málþingið er haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 09:00. Nánar má lesa um dagskrá málþings hér á heimsíðu Safnaráðs.