Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur flytur erindi í Bókhlöðu Snorrstofu í Reykholti n.k.þriðjudag 1. október kl. 20. Fyrirlesturinn nefnist: Náttúrulaus sagnalist eða lifandi gróður og lífrænir ávextir? 

Umhverfishugvísindi og vistrýni er fræðasvið sem vaxið hefur ásmegin samfara vaxandi umhverfisvá. Umhverfisváin kallar á djúpstæðar breytingar á sambúð manna við umhverfið og á svipaðan hátt hafa ofangreind fræðasvið rutt nýjar leiðir í greiningu og túlkun bókmennta.

Viðar sem er sérfræðingur við Náttúruminjasafn Íslands og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar mun í erindi sínu viðra leiðir til að kanna fornsögur sem lífrænar menningarafurðir með stuðningi vistrýni, fornrar náttúrusýnar og nýrrar textafræði.

Kaffiveitingar og almennar umræður. Aðgangur kr. 1000.

 

 

 

 

 

 

Kaffiveitingar og umræður aðgangur kr. 1000.