Hinir mánaðarlegu viðburðir á sýningu Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni hefjast á nýju ári næstkomandi sunnudag, 5. janúar kl. 14. Að þessu sinni munu kennarar safnsins fræða gesti um hvernig hægt er að þekkja og greina steina sem við finnum úti í náttúrunni. Gestir fá verkefni til að vinna og læra þannig að greina steina á útlitinu þar sem stuðst er við einkenni eins og lögun, lit, stiklit, gljáa og hörku.

Aðgangur á viðburðinn er ókeypis. Tilvalin skemmtun og fróðleikur fyrir alla fjölskylduna.