Alla þriðjudaga í júlí mun Náttúruminjasafnið standa fyrir viðburðum á sýningu safnsins, Vatnið í Náttúru Íslands í Perlunni. Viðburðirnir standa frá kl. 14 – 16 og er aðgangur ókeypis.

Engir tveir viðburðir verða eins og eru viðfangsefnin bæði úti og inni.

Tilvalið fyrir fjölskyldur til að fræðast og tengjast náttúrunni á óvenjulegan og skemmtilegan hátt.

Dagskráin í júlí er eftirfarandi:

2. júlí – Hvað býr í vatninu?

9. júlí – Ratleikur

16. júlí – Vaxa steinar úr vatni?

23. júlí – Hvað býr í vatninu?

30. júlí – Nærðu áttum?

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!