Geirfuglinn er kjörgripur sýningarinnar Sjónarhorn í Safnahúsinu

Geirfuglinn – eign íslensku þjóðarinnar –  verður kjörgripur sýningarinnar Sjónarhorns í Safnahúsinu til 17. apríl n.k.

Geirfugl á gömlu póstkorti. Talið er að síðastu geirfuglarnir hafi verið drepnir á Íslandi 1844

Geirfugl á gömlu póstkorti. Talið er að síðustu geirfuglarnir hafi verið drepnir á Íslandi 1844.

 

 

 

 

 

 

Sunnudaginn 10. apríl klukkan 14 mun Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, ganga með gestum um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Í leiðsögninni verður áhersla lögð á hinn sjónræna þátt náttúru í menningu landsins og hugmyndir að baki sýningargerðinni ræddar. Þá verður staldrað við og geirfuglinn skoðaður en 17. apríl er síðasti sýningardagur fuglsins í Safnahúsinu en hann er fyrsti kjörgripur sýningarinnar.

Sýningin sem nefnist Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim – er grunnsýning á íslenskri list og sjónrænum menningararfi, og var opnuð í Safnahúsinu 18. apríl 2015. Þetta er fyrsta sýningin sem Náttúruminjasafn Íslands tekur þátt í frá stofnun 2007 en auk Náttúruminjasafnsins standa fimm aðrar menningarstofnanir að sýningunni: Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, Þjóðskjalasafn, Landsbókasafn – Háskólabókasafn og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Leiðsögnin er ókeypis og allir velkomnir!

Hér má sjá efni um sýninguna í Safnahúsinu á vef Náttúruminjasafnsins.