Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Safnaverðlaunanna 2014 sem veitt eru annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Sem fyrr gat almenningur, stofnanir og félagasamtök sent inn ábendingar um safn eða einstök verkefni á starfssviði safna sem þykja til eftirbreytni og íslensku safnastarfi til framdráttar.
Valnefnd hefur tilnefnt þrjá aðila, tvö söfn og eitt félag, til Safnaverðlaunanna árið 2014 og hlýtur einn aðilinn viðurkenninguna Safnaverðlaun 2014 og 1.000.000 króna að auki. Tilnefningarnar eru eftirfarandi í starfrófsröð:
HAFNARBORG, MENNINGAR OG LISTAMIÐSTÖÐ HAFNARFJARÐAR er tilnefnd til íslensku safnaverðlaunanna 2014 fyrir metnaðarfulla sýningardagskrá og samfélagslega virkni þar sem þátttaka almennings er lykilatriði.
REKSTRARFÉLAG SARPS – er tilnefnt til íslensku safnaverðlaunanna 2014 fyrir ytri vef menningarsögulega gagnasafnsins Sarps.
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS – er tilnefnt til íslensku safnaverðlaunanna 2014 fyrir dagskrá í tilefni 150 ára afmælis safnsins.
Safnaverðlaunin 2014 verða veitt við hátíðlega athöfn sunnudaginn þann 6. júlí á Bessastöðum. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhendir verðlaunin.
Valnefnd skipuðu Haraldur Þór Egilsson, formaður, Hilmar J. Malmquist, Valgerður Guðmundsdóttir, Ágústa Kristófersdóttir og Sif Jóhannesdóttir.
FRÉTTATILKYNNING – Tilnefningar til Safnaverðlaunanna 2014.