Náttúruminjasafn Íslands hefur nú kvatt gömlu Loftskeytastöðina – í bili a.m.k. – og flutt skrifstofur sínar að Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Símanúmer eru óbreytt. Skrifstofur safnsins hafa verið í Loftskeytastöðinni frá árinu 2010, en Háskóli Íslands, sem á húsið, hyggst nú gera á því nauðsynlegar endurbætur, m.a. vegna raka og myglu.