Vissir þú að melgresi er öflugasta landgræðslujurtin okkar. Hún getur fest rætur í foksandi, bundið hann í melhóla og búið í haginn fyrir aðrar plöntur. Rætur melgresis eru gríðarlegar í samanburði við græna hluta plöntunnar og geta náð í vatn á 6–8 m dýpi í sandinum.