Lerkisveppur

Lerkisveppur

Vissir þú að lerkisveppur fannst fyrst á Hallormsstað árið 1935? Nú vex hann nær alls staðar í ungum lerkiskógum. Lerkisveppurinn er góður matsveppur, hattur hans er ýmist rauðbrúnn eða gulur að lit. Talið er að þetta séu tvö litarafbrigði sem vaxa á sömu svæðunum.
Ljósmynd: Kristín Sigurgeirsdóttir.
Hrútaber

Hrútaber

Vissir þú að hrútaber eru af rósaætt? Blómin eru hvít en berin fallega rauð. Hrútaber vaxa á láglendi á Íslandi og myndar plantan oft langar jarðlægar renglur sem kallaðar hafa verið skollareipi eða tröllareipi. Berin eru gómsæt í hlaup og passa vel með villibráð. 
Kantarella

Kantarella

Vissir þú að kantarella vex í þyrpingum í skógarrjóðrum innan um birki og lynggróður? Kantarella er eftirsóttur matsveppur víða um heim en hann er ekki algengur hér á landi. Kantarella er rifsveppur sem þekkist á því að neðan á hattinum eru rif eða ávalir hryggir en ekki eiginlegar fanir. 

Jöklar

Jöklar

Vissir þú að jöklar móta margbreytilegt landslag þegar þeir hopaÚr lofti má vel sjá fjölbreytta árfarvegi, lón, polla og jökulgarða sem skreyta landið framan við jökulsporðinn. 

Krækilyng

Krækilyng

Vissir þú að krækilyng er mjög algengt um allt land? Krækilyng er einnig kallað krækiberjalyng en gamalt heiti yfir tegundina er lúsalyng, talið var að lyngið gæti eytt lúsum væri það sett undir sængur. Lengi hefur tíðkast að nýta berin í saft, sultur og til víngerðar. Lyngið var hér áður fyrr notað til litunar.

Sjávarrof

Sjávarrof

Vissir þú að mikið sjávarrof er víða á strandlengju landsins? Á sumum svæðum er rofið svo mikið að það ógnar menningarminjum. Með hækkandi sjávarstöðu má búast við auknu sjávarrofi í framtíðinni.