Opnað hefur verið fyrir bókanir á sýninguna Vatnið í náttúru Íslands fyrir skólaárið 2024-25. Hlökkum til að taka á móti ykkur!
Markmið safnfræðslu Náttúruminjasafns Íslands er að styðja við náttúrufræðikennslu á öllum skólastigum á skapandi og hvetjandi hátt og kynna fyrir nemendum spennandi heim náttúruvísindanna. Jafnframt er lögð áhersla á að vekja nemendur til umhugsunar um umhverfi sitt og órjúfanleg tengsl mannsins og náttúrunnar.
Tekið er á móti skólahópum á sýningu safnsins, Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar alla virka daga. Sýningin er nútímaleg og fjölbreytt og býður upp á margvísleg viðfangsefni í náttúrufræðum. Fræðsla er ókeypis fyrir skólahópa, aðlöguð að hverju skólastigi og tekur mið af aðalnámskrá.
Bókið heimsóknir hér
BÓKANIR