85 3-4 forsíða smallÚt er komið 3.-4. hefti 85. árgangs Náttúrufræðingsins, félagsrits Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Í heftinu, sem er 76 bls., eru að venju spennandi greinar um náttúru landsins og fjölbreyttar rannsóknir á hinum ýmsu þáttum hennar.

Forsíðugreinin er yfirlitsgrein um Forystufé á Íslandi, sérstaka eiginleika þess og dreifingu um landið. Höfundar eru Jón Viðar Jónmundsson, Lárus G. Birgisson, Sigríður Jóhannesdóttir, Emma Eyþórsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson og Ólafur R. Dýrmundsson.

Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands ritar leiðara um Leiðina til Parísar, þangað sem augu allra hafa beinst undanfarnar vikur. Aðrir höfundar greina eru: Hörður Kristinsson, Árni Hjartarson, Gunnar Steinn Jónsson, Jón Einar Jónsson, Þórður Ö. Kristjánsson, Árni Ásgeirsson og Tómas G. Gunnarsson, Arnar Pálsson, Ævar Petersen, Helgi Hallgrímsson, Lovísa Ásbjörnsdóttir og Kristján Jónasson.

Ritstjóri Náttúrufræðingsins er Álfheiður Ingadóttir.

Hér má fá ítarlegri upplýsingar um efni heftisins.