Málþing um stöðu og framtíð safna verður haldið 15. maí 2014 í stofu 101 í  Odda, Háskóla Íslands kl. 13-17. Að málþinginu standa Félag íslenskra safna og safnamanna (FíSOS) í samstarfi við Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og Safnafræði við Félags- og mannvísindadeild Hskóla Íslands. Meginmarkmið þingsins er að veita upplýsingar og skapa málefnalegan vettvang fyrir umræðu um söfn. Sérstaklega verður fjallað um tilfærslur safna innan stjórnsýslunnar og opinberar styrkveitingar. Hér má fræðast um dagskrá málþingsins.