Það var vel mætt á eins árs afmæli sýningarinnar Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni sunnudaginn 1. desember. Ný stuttmynd frá BBC um uppruna vatnsins var sýnd í Stjörnuverinu og Sævar Helgi Bragason, Stjörnu Sævar og Vísindasmiðja Háskóla Íslands með Ara Ólafsson eðlisfræðing í farabroddi buðu gestum upp á fróðlega vatnagaldra. Áhuginn skein úr andlitum gesta og ekki vantaði viljann til að taka þátt í verklegum þáttum atriðanna sem í boði voru. Frábær og vel heppnaður dagur í alla staði.