Lóan er komin að kveða burt snjóinn ... Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson.

Lóan er komin að kveða burt snjóinn …
Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson.

Apríl er mánuður vorboðanna, farfuglanna, sem koma langan veg til að sinna kalli náttúrunnar í hinu bjarta, norræna sumri, sumir halda meira að segja  áfram enn lengra með stuttri viðkomu hér á landi.

Lóan á sérstakan sess í hugum þjóðarinnar sem vorboði og hinn angurværi söngur hennar er ett af einkennishljóðum íslenska sumarins.

Lóan er fugl mánaðarins að þessu sinni.