87. árg.

87. árg.

Efni 87. árg. 1-2 hefti Náttúrufræðingsins

Ferðamannastraumurinn og raflínurnar

Náttúrufræðingurinn, 1.–2. hefti 87. árgangs er komið út. Að venju er í tímaritinu fjölbreytt og spennandi efni um rannsóknir á íslenskri náttúru.

Ferðamannastraumurinn hefur áhrif á efnisval í Náttúrufræðingnum eins og aðrar greinar mannlífsins á Íslandi um þessar mundir. Forsíðugreinin er um rannsókn sem gerð var á sjö stöðum á landinu þar sem virkjanir eru til skoðunar um Viðhorf ferðamanna til raflína í náttúru Íslands. Flestir ferðamenn koma til landsins vegna náttúrunnar og því þarf að vanda til verka þegar ásýnd hennar er breytt. Niðurstöður sýna að raflínur þykja meðal óæskilegustu mannvirkja og telja fæstir þær eiga heima á víðernum. Þá hefðu fyrirhugaðar raflínur neikvæð áhrif á áhuga meirihluta ferðamanna á að ferðast um svæðin í framtíðinni. Fram kom töluverður munur á viðhorfum eftir þjóðerni og var andstaðan við raflínur mest meðal íslenskra ferðamanna. Höfundar eru Þorkell Stefánsson og Anna Dóra Sæþórsdóttir.Á þessu eru nokkrar skýringar en í því felast einnig hættur. Um þetta fjallar Droplaug Ólafsdóttir, formaður ritstjórnar Náttúrufræðingsins í leiðara.

Forsíða: Háspennulína þverar Öskjuveg við Jökulsá á Fjöllum. Ljósm. Kristinn Ingvarsson.


Ferðaþjónusta og náttúruvernd

Vaxandi ferðamannastraumi fylgja miklar áskoranir fyrir náttúruvernd á Íslandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sem ritar leiðarann Ferðaþjónusta og náttúruvernd telur að langtímahagsmunir náttúruverndar og ferðaþjónustu fari saman. Hann bendir á nokkur atriði sem hægt er að beita til að bregðast við álagi á helstu ferðamannastaði og viðkvæma náttúru. Meðal þess sem hann nefnir er vandaðri uppbygging göngustíga og annarra innviða, ítölu eða takmörkun á aðgangi að viðkvæmustu stöðunum, uppbyggingu utan verndarsvæða en inni inni á þeim miðjum og loks hvetur hann til þess að friðlýsing sé nýtt sem stjórntæki í ferðaþjónustu.


Lífshættir ískóðs við Ísland.

Ískóð er sennilegast algengasta fisktegundin í Norður-Íshafinu en þessi smávaxna þorskfiskategund gegnir mikilvægu hlutverki í fæðuvef Íshafsins, étur dýrasvif og er fæða annarra fiska sjávarspendýra og fugla. Ólafur S. Ástþórsson gerir grein fyrri rannsóknum á ískóði við Ísland og byggir á gögnum sem safnað hefur verið á vegum Hafrannsóknastofnunar allt frá árinu 1974. Greinin nefnist Lífshættir ískóðs við Ísland.


Valdimar Össurarson frá Kollsvík í Rauðasandshreppi hefur fylgst með vaxandi strandrofi sem ógnar fornum verstöðvum og menningar-verðmætum víða um land. Valdimar telur að strandrofið megi rekja til offjölgunar skollakopps við ströndina; ígulkerið hafi eytt þaraskóginum og við færist brimaldan í aukana með stórauknum sandburði, uppblæstri og rofi sjávarbakka.


Sprungusveimar Norðurgosbeltisins og umbrotin í Bárðarbungu 2014-2015.

Ásta Rut Hjartardóttir og Páll Einarsson rita grein um gliðnunina sem varð í eldstöðvakerfi Bárðarbungu 2014-2015 og eldgos sem henni tengdust. Slíkir atburðir eru sjaldgæfir en þekkjast frá Íslandi og austanverðri Afríku og en við þá myndast sprungusveimar eins og þeir sem sjást á Þingvöllum og í Gjástykki. Sprungusveimar eru ílöng svæði sem tengjast oft megineldstöð. Þeir eru taldir myndast þegar kvikugangar skjótast grunnt inn í jarðskorpuna, hún tognar í sundur, gamlar sprungur hreyfast og nýja myndast. Greinin nefnist: Sprungusveimar Norðurgosbeltisins og umbrotin í Bárðarbungu 2014-2015.

Sprungusveimur Kröflu – Siggengi, togsprungur og hraun. Ljósm. Ásta Rut Hjartardóttir.


Af öðru efni má nefna grein um Lognið eftir Harald Ólafsson, Jón Einar Jónsson varpar fram spurningu um hvort tengsl séu milli æðarvarps og loðnugengdar, Jóhann Örlygsson og Sean Micael Scully skýra frá tilraunum með framleiðslu vetnis með hitakærum bakteríum, Helgi Hallgrímsson skrifar um heimsins minnsta tré – grasvíðinn og Bergþóra Sigurðardóttir segir frá forvitnilegum jarðmyndunum á Hvítanesi í Ísafjarðardjúpi þar sem ekki er allt sem sýnist.


Af öðru efni í ritinu má nefna skýrslu stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags og reikninga fyrir árið 2017 og eftirmæli um Svein P. Jakobsson jarðfræðing, en hann lést 12. júlí 2016.

Þetta er 1.–2. hefti 88. árgangs Náttúrufræðingsins sem hóf göngu sína 1931 og er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Heftið er 80 bls. að stærð. Ritstjórar þessa heftis eru Álfheiður Ingadóttir líffræðingur og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur. Að jafnaði eru gefin út fjögur hefti á ári. Félagsgjald og innifalin áskrift kostar 5.800 kr. og er veittur afsláttur fyrir stúdenta og hjón.

Þá er í heftinu ritfregn um bók Harðar Kristinssonar Íslenskar fléttur, auk ársreikninga og skýrslu stjórnar HÍN fyrir árið 2016.

Þetta er 1.-2. hefti 87. árgangs Náttúrufræðingsins sem hóf göngu sína 1931 og er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Heftið er 88 bls. að stærð. Ritstjóri er Álfheiður Ingadóttir. Að jafnaði eru gefin út 4 hefti á ári. Félagsgjald – og innifalin áskrift kostar 5.800 kr. og er veittur afsláttur fyrir stúdenta og hjón.

Hér má sjá efnisyfirlit heftisins.

Efni 87. árg. 3-4 hefti Náttúrufræðingsins

Hafrún 1499–2006

Í forsíðugrein er fjallað um Hafrúnu – elsta lifandi dýr jarðar, kúskel sem veiddist á um 80 m dýpi í júní 2006 vestur af Grímsey. Hafrún var fryst um borð í Bjarna Sæmundssyni og þegar hún var rannsökuð nánar kom í ljós að hún var 507 ára gömul þegar hún var veidd og hafði klakist árið 1499! Rannsóknir á efnasamsetningu Hafrúnar og 28 annarra kúskelja af Íslandsmiðum hafa leitt í ljós mikilsverðar upplýsingar um ástand sjávar undan norðurströnd Íslands þúsund ár aftur í tímann. Rannsóknirnar eru undirstaða skeljatímatals sem er gagnagrunnur sem skráir breytingar frá ári til árs allan þann tíma, m.a. um hafstrauma á Norðurhveli. Skeljatímatalið er mikilvægur grunnur til rannsókna á hlýnun jarðar. Kúskelin er kennd við Ísland og nefnist Arctica islandica á fræðimáli. Hún er algeng við strendur Íslands. Höfundar eru Jón Eiríksson, James D. Scourse, Paul G. Butler, David J. Reynolds og Leifur A. Símonarson.


Sullaveiki og fleiri bandormar

Skýringarmynd af lífsferli sullaveiki-bandormsins. Ormurinn lifði fullorðinn í hundum en sullurinn í sauðfé og þroskaðist einnig í mönnum.

Fiskistofnar í Mývatni hafa minnkað verulega frá því skráning veiða hófst árið 1900. Upp úr 1920 voru veiddir yfir eitt hundrað þúsund silungar (bleikja og urriði) á ári, en 2016 veiddust aðeins 1.476 silungar í Mývatni. Vísbendingar eru um að veiðitakmarkanir, sem tóku gildi 2011, séu farnar að skila sér í uppbyggingu bleikjustofnsins. Guðni Guðbergsson skrifar um Veiðinýtingu og stofnsveiflur Mývatns á árunum 1986–2016.


Lúpína á verndarsvæði Mývatns og Laxár

Lúpína breiðir úr sér við Sandavatn 2017.

Á undanförnum árum hefur alaskalúpína Lupinus nootkatensis breiðst hratt út um bakka Sandvatns ytra norðvestan við Mývatn og síaukin hætta er á að fræ hennar dreifist enn frekar með vatninu. Aagot Vigdís Óskarsdóttir leiðir líkur að því m.a. á grunni loftmynda að útbreiðslu lúpínunnar megi rekja til landgræðsluverkefnis á Hólasandi norðan við verndarsvæði Mývatns og Laxár. Þar hófst landgræðsla um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og settu stjórnvöld skilyrði fyrir verkefninu, m.a. í þeim tilgangi að hindra að lúpína bærist út fyrir landgræðslusvæðið. Rannsóknin er fyrst og fremst lögfræðileg og fellur undir svið umhverfisréttar og stjórnsýsluréttar. Fjallað er um löggjöf um verndarsvæði Mývatns og Laxár og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist vegna þessa einstaka landsvæðis. Er niðurstaða höfundar sú að Landgræðsla ríkisins hafi að verulegu leyti vanrækt þær skyldur sem á stofnunina voru lagðar í þeim tilgangi að verja verndarsvæði Mývatns og Laxár og að Umhverfisstofnun hafi ekki sinnt eftirliti sem skyldi. Brýnt sé að bregðast hratt við til að forða frekara umhverfistjóni.


Neysluvatn eða háspennulínur?

Hreint og gott neysluvatn er auðlind sem þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu byggist á. Nú stendur til að reisa nýja háspennulínu yfir hluta vatnsverndar-svæða Reykjavíkur og fjallar Sigmundur Einarsson í leiðara um þau áform sem hann segir enga þörf fyrir. Hann gagnrýnir að hvorki sveitarfélög né ríki hafi gert athugasemdir við þessa fyrirhuguðu framkvæmd.

Loftmynd sem sýnir sínkmengun frá háspennu-mastri en línan liggur yfir mosavaxið hraun á vatnsverndarsvæðinu ofan Heiðmerkur.

Af öðru efni í ritinu má nefna grein um Hettumáfa í Eyjafirði eftir Sverri Thorstensen og Ævar Petersen en rannsóknir benda til að áralöng fækkun tegundarinnar þar sé á enda,  Tómas Jóhannesson og Ragnar Heiðar Þrastarson kynna nýtt landlíkan af Íslandi, ArcticDEM og sýna dæmi um nýtingu þess við mælingar á hopi jökla. Þá ritar Helgi Hallgrímsson um vatnaþörunga, sem urðu utanveltu í Botany of Iceland. í ritinu er einnig að finna minningarorð um Guttorm Sigbjarnarson jarðfræðing og fyrrum framkvæmdastjóra Hins íslenska náttúrufræðifélags.

Þetta er 3.–4. hefti 87. árgangs Náttúrufræðingsins sem hóf göngu sína 1931 og er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Heftið er 72 bls. að stærð. Ritstjórar þessa heftis eru Álfheiður Ingadóttir líffræðingur og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur. Að jafnaði eru gefin út fjögur hefti á ári. Félagsgjald – og innifalin áskrift kostar 5.800 kr. og er veittur afsláttur fyrir stúdenta og hjón.

Hér má sjá efnisyfirlit heftisins.

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

86. árg.

86. árg.

Efni 86. árg. 1-2 hefti Náttúrufræðingsins

Lúpína og vatnamýs

Náttúrufræðingurinn, 1.-2. hefti 86. árgangs er komið út. Að venju er í tímaritinu fjölbreytt og spennandi efni um rannsóknir á íslenskri náttúru.

Forsíðugreinin er að þessu sinni um rannsókn sem gerð var í Stykkishólmi á ólíkum aðferðum til að hefta útbreiðslu lúpínu. Greinin nefnist Áhrif sláttar og eitrunar á lúpínubreiður og gróðurfar, en eitrun og árlegum slætti var beitt á lúpínubreiður í tilraunareitum á fimm ára tímabili, 2011–2015. Lúpína var fyrst nýtt hér á landi til landgræðslu 1945 en vegna hraðfara útbreiðslu, drjúgs fræforða sem lifir árum saman í jarðvegi og mikilla áhrifa á náttúrulegan gróður er hún nú skilgreind sem ágeng tegund og mörg sveitarfélög reyna að hefta útbreiðslu hennar. Þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar hér á landi og sýna niðurstöðurnar að það er langtímaverkefni að útrýma lúpínu og að bæði ítrekaður sláttur og eitrun duga. Gróðurþekja reyndist þó meiri og plöntutegundir fleiri eftir fimm ár í slegnum reitum en eitruðum og skilar slátturinn því betri árangri.

Höfundar eru Kristín Svavarsdóttir, Menja von Schmalensee, Ása L. Aradóttir, Anne Bau og Róbert A. Stefánsson. 


Árangurslitlar tilraunir fagfólks, áhugamanna og stofnana til að friða auðnir og viðkvæmustu vistkerfi landsins fyrir beit er viðfangsefni Ólafs Arnalds í leiðara sem hann nefnir: Sauðfjárbeit og íslensk vistkerfi: Afneitun vanda. Telur Ólafur sem er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands að nýgerður samningur um sauðfjárrækt sýni glögglega að sjónarmið náttúruverndar séu gerð hornreka í stjórnsýslunni þegar kemur að beitarnýtingu á Íslandi. 


 Af öðru efni má nefna grein um rannsókn á Kynblöndun ilmbjarkar og fjalldrapa á nútíma eftir Lilju Karlsdóttur, Margréti Halldóttur, Ægi Þór Þórsson og Kesera Anamthawat-Jónsson; yfirlit Ævars Petersens o.fl. um Vatnamýs á Íslandi, en vatnamýs myndast þegar mosi veltist í vatni vegna öldugangs eða straumkasts og verður oftast kúlulaga að lokum. Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson og Stefán Már Stefánsson skrifa greinina Fjöldi og dreifing fugla í Fossvogi, Haraldur Ólafsson skrifar um Vindáttarbreytingar, Rannsóknastöðin Rif á Raufarhöfn er kynnt til sögunnar og birt ársskýrsla Hins íslenska náttúrufræðifélags fyrir árið 2015 sem og reikningar félagsins.

Þetta er 1.-2. hefti 86. árgangs Náttúrufræðingsins sem hóf göngu sína 1931 og er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Heftið er 72 bls. að stærð. Ritstjóri er Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur. Að jafnaði eru gefin út 4 hefti á ári. Félagsgjald – og innifalin áskrift kostar 5.800 kr. og er veittur afsláttur fyrir stúdenta og hjón.

Hér má nálgast efnisyfirlitið.

Efni 86. árg. 3-4 hefti Náttúrufræðingsins

Eldar í Öskjukerfi

3.-4. hefti 86. árgangs Náttúrufræðingsins er komið út. Í forsíðugreininni, Eldar í Öskjukerfi fyrir um 11 þúsund árum, segir frá rannsókn Magnúsar Á. Sigurgeirssonar, jarðfræðings, á lengstu gígaröð landsins, Sveina- og Randarhólagígaröðinni í norðanverðu Öskjukerfinu, en hún er um 75 km löng.

Óvissa hefur ríkt um aldur gígaraðarinnar og Sveinahrauns sem frá henni rann, en nýverið tókst með hjálp gjóskulaga að tímasetja hraunið og fá fram áreiðanlega tímasetningu gossins. Jafnframt leiddu rannsóknirnar í ljós að gosið var liður í mikilli umbrotahrinu í Öskjukerfinu í upphafi nútíma – og að þeir atburðir líkjast um margt umbrotunum í Öskjukerfinu á 19. öld.


 

Ný úttekt á útbreiðslu birkis

Ný úttekt á útbreiðslu birkis og ástandi þess fór fram 2010–2014, sú þriðja í röðinni, og leiðir í ljós að náttúrulegt birki á Íslandi hefur verið í töluverðri sókn á síðustu áratugum eftir margra alda hnignunarskeið. Höfundar greinarinnar eru: Arnór Snorrason skógfræðingur, Björn Traustason, Bjarki Þór Kjartansson, Lárus Heiðarsson, Rúnar Ísleifsson og Ólafur Eggertsson.

PISA könnunin frá 2015 bendir til þess að læsi 15 ára nemenda í náttúruvísindum hafi hrakað. Doktor Auður Pálsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands ritar leiðarann að þessu sinni og nefnir: Viðbrögð við PISA 2015 – Reynsla skiptir máli.

 


Hraunhellar

Hraunhellar hafa mikið aðdráttarafl en vaxandi ágangur, sem m.a. má rekja til nákvæmra upplýsinga um hvar spennandi hella er að finna, hefur orðið til þess að sumir þekktustu hellar landsins eru nú rúnir öllu skrauti sínu og fegurð. Árni B. Stefánsson og Gunnhildur Stefánsdóttir hafa stundað hellamennsku hér heima og erlendis um árabil. Í grein þeirra, Surtshellir í Hallmundarhrauni, er sagt frá könnun Surtshellis fyrr á öldum, en einnig frá rannsókn sem þau gerðu á brotstöðum dropsteina í Stefánshelli og Víðgelmi. Dropsteinar og dropstrá voru friðlýst 1958 og 1974. Engu að síður heldur eyðilegging hella á Íslandi áfram.


Annað efni

Af öðru efni má nefna grein um samlífi sæfífils og rækju sem neðansjávarljósmyndir varpa ljósi á. Höfundar eru Ingibjörg G. Jónsdóttir og Steinunn H. Ólafsdóttir, líffræðingar; Sveinbjörn Björnsson fyrrverandi háskólarektor ritar um radon í hveragasi og bergi, en rannsóknir á radoni hófust á Íslandi 1904 aðeins fjórum árum eftir að þetta geislavirka eðalgas fannst fyrst; Snævarr Guðmundsson landfræðingur og stjörnuáhugamaður hefur mælt fjarlægð fastastjörnunnar 61 Cygni frá Íslandi, Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur segir frá sérkennilegum fyrirbærum í íslenskri náttúru sem nefnast stallabrekkur eða paldrar. Loka má nefna ritrýni Hrefnu Sigurjónsdóttur um stórvirkið Lífríki Íslands. Vistkerfi lands og sjávar eftir Snorra Baldursson sem kom út hjá Forlaginu 2014.


Þetta er 3.–4. hefti 86. árgangs Náttúru-fræðingsins sem hóf göngu sína 1931 og er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Heftið er 88 bls. Ritstjóri er Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur.
Að jafnaði eru gefin út 4 hefti á ári.
Félagsgjald – og innifalin áskrift kostar 5.800 kr. og er veittur afsláttur fyrir stúdenta og hjón. Tekið er við nýjum félögum á netfanginu hin@hin.is og við greinum um náttúrufræðilegt efni á netfanginu ritstjori@hin.is

Hér má nálgast efnisyfirlit heftisins

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

85. árg.

85. árg.

Efni 85. árg. 1-2 hefti Náttúrufræðingsins

Fjölbreytt efni í nýjum Náttúrufræðingi

Skúli Skúlason ritar leiðara um Verðmæti hálendisins, Karl Gunnarsson, Guðrún G. Þórarinsdóttir og Óskar Sindri Gíslason segja frá 15 tegundum framandi sjávarlífvera sem fundist hafa hér við land á undanförnum árum, m.a. grjótkrabba, flundru, og einnig ögn, sem er lítið krabbadýr sem prýðir forsíðu heftisins.


PKD-nýrnasýkingar í laxfiskum varð fyrst vart á Íslandi 2008 og Árni Kristmundsson og Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir skýra frá rannsóknum á mosadýrum, lítt þekktum dýraflokki sem talinn er gegna hlutverki millihýsils í þessum alvarlega fisksjúkdómi.


Agnes-K.Kreiling, Matthías Alfreðsson og Erling Ólafsson segja frá nýrri bjöllu, sniglanárakka, sem fannst sumarið 2012 á Mógilsá, en þetta litla skógardýr er algengt á meginlandi Evrópu og lifir einkum á sniglum.


Hvernig hegða ungir laxfiskar sér í fæðuleit og á óðali? Stefán Óli Steingrímsson, T. D. Tunney og Guðmundur Smári Gunnarsson hafa rannsakað atferli ungra laxfiska, bleikju, urriða og laxa, en töluverður munur er á bæði einstaklingum, stofnum og tegundum í þessu efni.


Þegar alnæmisveiran ræktaðist fyrst úr manni í kringum 1980 var vitnað til rannsókna á visnu og mæði sem fram fóru á Íslandi í kringum miðja síðustu öld. Þessir sjúkdómar léku sauðfjárstofn landsmanna illa, en mæði og visna barst hingað með karakúlfé árið 1933. Björn Sigurðsson forstjóri Keldna lýsti þessum sjúkdómum fyrstur manna sem hæggengri veirusýkingu á árinu 1954. Halldór Þormar skrifar um upphafið að rannsóknum á lentiveirum, en svo eru þessar hæggengu sjúkdómsvaldandi veirur nefndar.


10. janúar 2012 gekk mikið éljaveður yfir vestanvert landið, en við slíkar aðstæður berast saltagnir úr hafi inná land og geta valdið seltuáraun m.a. á einangrara háspennulína. Guðrún Nína Petersen og Einar Sveinbjörnsson lýsa því hvernig veðrið barst að og yfir landið, en það olli m.a. skammhlaupi í spennuvirki í Hvalfirði og miklum rafmagnstruflunum og spennuflökti um allt land.


Í Vopnafirði er ísalt lón, Nýpslón, sem Vesturdalsá fellur í. Ingi Rúnar Jónsson og Þórólfur Antonsson rannsökuðu farleiðir sjóbleikju úr ánni um lónið og út í sjó og renna niðurstöður þeirra stoðum undir þá tilgátu að vegna lónsins dveljist bleikjan lengur utan árinnar en ef áin félli beint til sjávar.


Á síðasta ári fjallaði Árni Hjartarson um Hallmundarkviðu sem hann telur vera nánast samtímaheimild um eldsumbrot sem urðu á 10. öld þegar Hallmundarhraun í Borgarfirði rann frá gígum uppi við Langjökul niður í byggð innst í Hvítársíðu. Nú fjallar Árni um áhrif eldgossins á mannlíf og byggð í Borgarfirði, en örnefni benda til að landslag hafi breyst og vatnsföll flust til vegna hraunsins.


Elsta heildarrit um veðurfræðileg fyrirbæri er Veðurfræði Aristótelesar, talið samið um 340 f.Kr. Þekking á veðurfræði í gegnum athuganir og áhuga kynslóðanna er þó mun eldri og kom að góðum notum við veiðar, siglingar, landbúnað o.fl. Þór Jakobsson rifjar þetta upp í ágripi sínu að forsögu nútíma veðurfræði frá árdögum fram á 20. öld.


Þverun fjarða hefur löngum verið umdeild og því varð það 1985, sex árum áður en Dýrafjörður var þveraður 1991, að gerðar voru umfangamiklar vistfræðirannsóknir m.a. á hryggleysingjum í leirum, fjörum og á botni fjarðarins. Þessar rannsóknir voru endurteknar á árunum 2007–2008. Þorleifur Eiríksson, Böðvar Þórisson og Guðmundur Víðir Helgason bera saman niðurstöður þessara tveggja rannsóknartímabila og telja að erfitt sé að benda á sérstakar breytingar sem rekja megi til þverunarinnar, nema í námd við brúarhafið.


Náttúrufræðingurinn er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Í þessu heftinu er að finna skýrslu stjórnar HÍN fyrir starfsárið 2014 ásamt reikningum félagsins. Ritstjóri er Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur, og formaður ritstjórnar er Droplaug Ólafsdóttir, dýrafræðingur. Að jafnaði eru gefin út fjögur hefti á ári, en útgáfa ritsins hófst 1931. Áskrift sem jafnframt er árgjald í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi er 5.800,- kr, námsmannagjald kr. 4.000,- og hjónaáskrift kr. 6.500,-. Náttúrufræðingurinn fæst í lausasölu í verslunum Pennans og Eymundson. Áskriftarsíminn er 5771802 eða hjá hin@hin.is.

Hér má nálgast efnisyfirlitið.

Efni 85. árg. 3-4 hefti Náttúrufræðingsins

Forystufé í nýjum Náttúrufræðingi

Forsíðugreinin er að þessu sinni forvitnileg yfirlitsgrein sex sérfræðinga um Forystufé á Íslandi – þar sem fræðast má um fjölda og dreifingu fjárins um landið, erfðir og sérstaka eiginleika þessa fjár sem höfundar leggja til að verði skilgreint sem sérstakt búfjárkyn. Í inngangi greinarinnar segir að forystufé sé þekkt hér á landi allt frá upphafi byggðar og að eiginleikar þess séu einstakir á heimsvísu. Raktar eru heimildir um um féð sem litið er á sem sérstakan stofn innan íslenska stofnsins. Höfundar eru Jón Viðar Jónmundsson, Lárus G. Birgisson, Sigríður Jóhannesdóttir, Emma Eyþórsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson og Ólafur R. Dýrmundsson.


Loftslagamálin eru í brennidepli eftir árangursríkan Parísarfund. Halldór Björnsson, veður- og haffræðingur á Veðurstofu Íslands fjallar um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í leiðara sem nefnist Leiðin til Parísar.


Af öðru efni má nefna yfirlitsgrein Harðar Kristinssonar um Útbreiðslumynstur og aldur íslensku flórunnar, stúdíu Árna Hjartarsonar á heimildum um Skriðuna miklu við Öfugskeldu 1748, yfirlitsgrein Gunnars Steins Jónssonar um rannsóknir á teimur tegundum Kísilþörunga í Þingallavatni og rannsókn Jóns Einars Jónssonar, Þórðar Ö. Kristjánssonar, Árna Ásgeirssonar og Tómasar G. Gunnarssonar á Breytingum á fjölda æðarhreiðra á Íslandi frá því fyrir allt að hundrað árum síðan.


Þá er í heftinu ritdómur um bók Guðmundar Eggertssonar, Ráðgáta lífsins, frásögn af ref sem lék á himbrima vestur við Breiðafjörð, umfjöllun um mosaskorpu, nýútgefið veggspjald með flóru Íslands, nýstofnað félag Perluvina ehf. og ráðstefnu um vernd jarðminja sem haldin var í Reykjavík í haust.


Þetta er 3.-4. hefti 85. árgangs Náttúrufræðingsins sem hóf göngu sína 1931 og er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Heftið er 76 bls. að stærð. Ritstjóri er Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur og formaður ritstjórnar er Droplaug Ólafsdóttir, dýrafræðingur. Að jafnaði eru gefin út 4 hefti á ári. Áskrift sem jafnframt er árgjald í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi er 5.800,- kr, námsmannagjald kr. 4.000,- og hjónaáskrift kr. 6.500,-. Náttúrufræðingurinn fæst í lausasölu í verslunum Pennans og Eymundson. Áskriftarsíminn er 5771802 eða hjá hin@hin.is.

Hér má nálgast efnisyfirlitið.

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

84. árg.

84. árg.

ATH!! Efni 84. árg. 1-2 hefti Náttúrufræðingsins

Vísindasamfélagið, náttúrufræðslan og íslenskan

Náttúrufræðingurinn hefur nú 88. árgang sinn í nýjum búningi en erindið er enn hið sama: Að vera alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði.

Frá 1931 hefur tímaritið átt farsælt samstarf við íslenska náttúruvísindamenn sem hafa miðlað fróðleik um fræðasvið sín og rannsóknir á síðum ritsins.

Nú hefur hins vegar orðið nokkur breyting á. Þvert á það sem vænta mætti með auknum fjölda menntaðra náttúrufræðinga, öflugra rannsóknaumhverfi, fleiri háskólum og tilkomu rannsóknanáms til hærri prófgráða hefur framboð fræðsluefnis á íslensku ætlað almenningi ekki aukist.

Á þessu eru nokkrar skýringar en í því felast einnig hættur. Um þetta fjallar Droplaug Ólafsdóttir, formaður ritstjórnar Náttúrufræðingsins í leiðara.


Eldgos á fyrstu öldum Íslandsbyggðar

Á þremur fyrstu öldum Íslandsbyggðar urðu a.m.k. 20 eldgos á gosbeltinu á suðurhálendi Íslands en íslenskar heimildir eru þöglar um eldgos og áhrif þeirra fram undir 1200.

Sex eldstöðvakerfi í Eystra gosbeltinu þar sem eldgos urðu á fyrstu öldum byggðar: B: Bárðarbunga, G: Grímsvötn, H: Hekla, T: Torfajökull, K: Katla, E: Eyjafjalla-jökull. Neðri myndin sýnir gosstöðvar í Vatnaöldugosi ~877, gígaraðir og hraun.

Guðrún Larsen fjallar um þetta tímabil í jarðsögu Íslands og einkum um þrjú gos og áhrif þeirra í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslum. Fyrst er að nefna stórt sprengigos sem varð um 877 á 60 km langri gossprungu kenndri við Vatnaöldu; þá Kötlugos um 920 og loks Eldgjárgosið um 939 þegar gaus á 75 km langri sprungu. Einnig fjallar Guðrún um Heklu sem var til friðs fyrstu 230 árin en 1104 varð í fjallinu stærsta sprengigos í því á sögulegum tíma og síðan annað minna 1158. Öllum þessum gosum fylgdi mikið gjóskufall, hraunflæmi og oft jökulhlaup, en landnámslagið margnefnda kom einmitt upp í Vatnaöldugosinu.


Skollakoppur: Líffræði og veiðar

Skollakoppur Strongylocentrotus droebachiensis.

Ígulker hafa verið nýtt til manneldis öldum saman. Aðeins hrognin eru nýtt og þykja sælgæti einkum í Suðaustur Asíu. Tilraunaveiðar á ígulkerinu skollakoppi hófust við Ísland 1984. Aflinn varð mestur 1500 tonn 1994 og var seldur til Japans, en frá aldamótum hefur hann verið á bilinu 130–340 tonn, og mest selt lifandi til Frakklands.
Guðrún G. Þórarinsdóttir og Karl Gunnarsson skrifa yfirlitsgrein um líffræði ígulkersins og veiðar á því en skollakoppur finnst á grunnsævi allt í kringum landið, minnst er þó um hann við suðurströndina. Þau fjalla m.a. um um ofbeit ígulkera í þaraskógi – en þétt breiðfylking skollakopps lagði stórþarann í Eyjafirði að velli í lok síðustu aldar og eyddi einnig botndýrum á stóru svæði.

Skollakoppur og áhrif á landrof

Kollvíkurver: Sandskaflar hafa lagst yfir gömlu malarfjöruna.

Valdimar Össurarson frá Kollsvík í Rauðasandshreppi hefur fylgst með vaxandi strandrofi sem ógnar fornum verstöðvum og menningar-verðmætum víða um land. Valdimar telur að strandrofið megi rekja til offjölgunar skollakopps við ströndina; ígulkerið hafi eytt þaraskóginum og við færist brimaldan í aukana með stórauknum sandburði, uppblæstri og rofi sjávarbakka.


Áhrif eitrunar á útbreiðslu skógarkerfils

Skýringarmynd af rótarkerfi skógarkerfils, þegar aðalrótin drepst taka hliðarrætur við.

Skógarkerfill finnst nú í öllum landshlutum og breiðist hratt út á frjósömum, röskuðum svæðum m.a. í lúpínubreiðum. Brynhildur Bjarnadóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson og Bjarni E. Guðleifsson skýra frá tilraunum sem gerðar voru í Eyjafirði til að hefta úrbreiðslu þessarar ágengu framandi plöntu. Á árunum 2011–2014 var eitrað með mismunandi styrkleika plöntueitursins glýfosfats og tímasetning úðunar var einnig breytileg. Endurtekin eitrun 3–4 ár í röð virtist skila þeim árangri að skógarkerfillinn hopaði, a.m.k. tímabundið. Hins vegar var tilrauninni hætt m.a. vegna þess að aukin útbreiðsla krabbameins hefur verið tengd við notkun glýfosfats. Niðurstaðan er sú að dýrt og erfitt sé að uppræta skógarkerfil en mögulega megi hafa áhrif á útbreiðsluna með því að beita blönduðum aðferðum: Beit, slætti og sáningu. Forðast eigi að nota plöntueitur.


Gróður í beitarfriðuðum hólmum

Grænlilja í Bláfellshólma, sjaldgæf jurt á Íslandi.

Náttúruverndargildi beitarfriðaðra hólma í ám og vötnum er mikið, enda eru þar lítil afmörkuð vistkerfi sem gefa vísbendingu um hvernig gróður landsins hefur þróast án víðtækra áhrifa mannsins. Þar er þó að verða breyting á, m.a. vegna virkjunarframkvæmda sem kaffæra hólma, ágengra tegunda sem dreifast með vatni og gróðursetningu. Sigurður H. Magnússon og Hörður Kristinsson rannsökuðu gróður í Bláfellshólma í Hvítá og Koðralækjarhólma í Tungufljóti og báru flóru þeirra saman við flóru í fjórtán beitarfriðuðum hólmum sem áður höfðu verið rannsakaðir. Í beitarfriðuðum hólmum finnast m.a. margar sjaldgæfar. Telja höfundar mikilvægt að vernda þá hólma sem mikilvægastir eru. Greininni fylgir skrá yfir æðplöntur sem fundust í hólmunum 16.


Af öðru efni í ritinu má nefna skýrslu stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags og reikninga fyrir árið 2017 og eftirmæli um Svein P. Jakobsson jarðfræðing, en hann lést 12. júlí 2016.

Þetta er 1.–2. hefti 88. árgangs Náttúrufræðingsins sem hóf göngu sína 1931 og er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Heftið er 80 bls. að stærð. Ritstjórar þessa heftis eru Álfheiður Ingadóttir líffræðingur og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur. Að jafnaði eru gefin út fjögur hefti á ári. Félagsgjald og innifalin áskrift kostar 5.800 kr. og er veittur afsláttur fyrir stúdenta og hjón.

Efni 84. árg. 3-4 hefti Náttúrufræðingsins

Agnars Ingólfssonar minnst í nýjum Náttúrufræðingi

Heftið, sem er 92 bls. er helgað minningu Agnars Ingólfssonar prófessors í vistfræði við Háskóla Íslands, sem lést í árslok 2013. Agnar var brautryðjandi í rannsóknum á vistfræði Íslands og kennslu í vistfræði við Háskóla Íslands þar sem hann hóf störf 1970. Agnar var farsæll og öflugur vísindamaður og rannsóknaniðurstöður hans voru mikilvægt framlag til þekkingar m.a. á stofnerfðafræði, fjörulífi og flutningi og landnámi flóru og fánu þvert yfir heimshöfin.

Í þessu nýjasta hefti Náttúrufræðingsins eru níu ritrýndar greinar sem tengjast rannsóknum og fagsviði Agnars Ingólfssonar og fjalla um fjölbreytt efni:  Félagslyndar köngulær á þróunarfræðilegum blindgötum, uppruna ólíkra dvergbleikjustofna í lindarsvæðum á Íslandi, rykmý sem lifir í sjó, vistfræði mosa, lítinn fjörusnigil, stranddoppu, sem fóstrar fuglasníkjudýr, útbreiðslu og fjölda hvítmáfa og mikilvægi fjörunnar sem kennslustofu í líffræðilegri fjölbreytni og náms til sjáfbærni.

Þá er í heftinu yfirlit um ævi og störf Agnars Ingólfssonar og frásögn af stofnun Líffræðifélags Íslands, en Agnar var fyrsti formaður þess.

Hér má nálgast efnisyfirlitið.

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

83. árg.

83. árg.

Efni 83. árg. 1-2 hefti Náttúrufræðingsins

ATH!! Efni 88. árg. 3-4 hefti Náttúrufræðingsins

Vísindasamfélagið, náttúrufræðslan og íslenskan

Náttúrufræðingurinn hefur nú 88. árgang sinn í nýjum búningi en erindið er enn hið sama: Að vera alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði.

Frá 1931 hefur tímaritið átt farsælt samstarf við íslenska náttúruvísindamenn sem hafa miðlað fróðleik um fræðasvið sín og rannsóknir á síðum ritsins.

Nú hefur hins vegar orðið nokkur breyting á. Þvert á það sem vænta mætti með auknum fjölda menntaðra náttúrufræðinga, öflugra rannsóknaumhverfi, fleiri háskólum og tilkomu rannsóknanáms til hærri prófgráða hefur framboð fræðsluefnis á íslensku ætlað almenningi ekki aukist.

Á þessu eru nokkrar skýringar en í því felast einnig hættur. Um þetta fjallar Droplaug Ólafsdóttir, formaður ritstjórnar Náttúrufræðingsins í leiðara.


Eldgos á fyrstu öldum Íslandsbyggðar

Á þremur fyrstu öldum Íslandsbyggðar urðu a.m.k. 20 eldgos á gosbeltinu á suðurhálendi Íslands en íslenskar heimildir eru þöglar um eldgos og áhrif þeirra fram undir 1200.

Sex eldstöðvakerfi í Eystra gosbeltinu þar sem eldgos urðu á fyrstu öldum byggðar: B: Bárðarbunga, G: Grímsvötn, H: Hekla, T: Torfajökull, K: Katla, E: Eyjafjalla-jökull. Neðri myndin sýnir gosstöðvar í Vatnaöldugosi ~877, gígaraðir og hraun.

Guðrún Larsen fjallar um þetta tímabil í jarðsögu Íslands og einkum um þrjú gos og áhrif þeirra í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslum. Fyrst er að nefna stórt sprengigos sem varð um 877 á 60 km langri gossprungu kenndri við Vatnaöldu; þá Kötlugos um 920 og loks Eldgjárgosið um 939 þegar gaus á 75 km langri sprungu. Einnig fjallar Guðrún um Heklu sem var til friðs fyrstu 230 árin en 1104 varð í fjallinu stærsta sprengigos í því á sögulegum tíma og síðan annað minna 1158. Öllum þessum gosum fylgdi mikið gjóskufall, hraunflæmi og oft jökulhlaup, en landnámslagið margnefnda kom einmitt upp í Vatnaöldugosinu.


Skollakoppur: Líffræði og veiðar

Skollakoppur Strongylocentrotus droebachiensis.

Ígulker hafa verið nýtt til manneldis öldum saman. Aðeins hrognin eru nýtt og þykja sælgæti einkum í Suðaustur Asíu. Tilraunaveiðar á ígulkerinu skollakoppi hófust við Ísland 1984. Aflinn varð mestur 1500 tonn 1994 og var seldur til Japans, en frá aldamótum hefur hann verið á bilinu 130–340 tonn, og mest selt lifandi til Frakklands.
Guðrún G. Þórarinsdóttir og Karl Gunnarsson skrifa yfirlitsgrein um líffræði ígulkersins og veiðar á því en skollakoppur finnst á grunnsævi allt í kringum landið, minnst er þó um hann við suðurströndina. Þau fjalla m.a. um um ofbeit ígulkera í þaraskógi – en þétt breiðfylking skollakopps lagði stórþarann í Eyjafirði að velli í lok síðustu aldar og eyddi einnig botndýrum á stóru svæði.

Skollakoppur og áhrif á landrof

Kollvíkurver: Sandskaflar hafa lagst yfir gömlu malarfjöruna.

Valdimar Össurarson frá Kollsvík í Rauðasandshreppi hefur fylgst með vaxandi strandrofi sem ógnar fornum verstöðvum og menningar-verðmætum víða um land. Valdimar telur að strandrofið megi rekja til offjölgunar skollakopps við ströndina; ígulkerið hafi eytt þaraskóginum og við færist brimaldan í aukana með stórauknum sandburði, uppblæstri og rofi sjávarbakka.


Áhrif eitrunar á útbreiðslu skógarkerfils

Skýringarmynd af rótarkerfi skógarkerfils, þegar aðalrótin drepst taka hliðarrætur við.

Skógarkerfill finnst nú í öllum landshlutum og breiðist hratt út á frjósömum, röskuðum svæðum m.a. í lúpínubreiðum. Brynhildur Bjarnadóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson og Bjarni E. Guðleifsson skýra frá tilraunum sem gerðar voru í Eyjafirði til að hefta úrbreiðslu þessarar ágengu framandi plöntu. Á árunum 2011–2014 var eitrað með mismunandi styrkleika plöntueitursins glýfosfats og tímasetning úðunar var einnig breytileg. Endurtekin eitrun 3–4 ár í röð virtist skila þeim árangri að skógarkerfillinn hopaði, a.m.k. tímabundið. Hins vegar var tilrauninni hætt m.a. vegna þess að aukin útbreiðsla krabbameins hefur verið tengd við notkun glýfosfats. Niðurstaðan er sú að dýrt og erfitt sé að uppræta skógarkerfil en mögulega megi hafa áhrif á útbreiðsluna með því að beita blönduðum aðferðum: Beit, slætti og sáningu. Forðast eigi að nota plöntueitur.


Gróður í beitarfriðuðum hólmum

Grænlilja í Bláfellshólma, sjaldgæf jurt á Íslandi.

Náttúruverndargildi beitarfriðaðra hólma í ám og vötnum er mikið, enda eru þar lítil afmörkuð vistkerfi sem gefa vísbendingu um hvernig gróður landsins hefur þróast án víðtækra áhrifa mannsins. Þar er þó að verða breyting á, m.a. vegna virkjunarframkvæmda sem kaffæra hólma, ágengra tegunda sem dreifast með vatni og gróðursetningu. Sigurður H. Magnússon og Hörður Kristinsson rannsökuðu gróður í Bláfellshólma í Hvítá og Koðralækjarhólma í Tungufljóti og báru flóru þeirra saman við flóru í fjórtán beitarfriðuðum hólmum sem áður höfðu verið rannsakaðir. Í beitarfriðuðum hólmum finnast m.a. margar sjaldgæfar. Telja höfundar mikilvægt að vernda þá hólma sem mikilvægastir eru. Greininni fylgir skrá yfir æðplöntur sem fundust í hólmunum 16.


Af öðru efni í ritinu má nefna skýrslu stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags og reikninga fyrir árið 2017 og eftirmæli um Svein P. Jakobsson jarðfræðing, en hann lést 12. júlí 2016.

Þetta er 1.–2. hefti 88. árgangs Náttúrufræðingsins sem hóf göngu sína 1931 og er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Heftið er 80 bls. að stærð. Ritstjórar þessa heftis eru Álfheiður Ingadóttir líffræðingur og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur. Að jafnaði eru gefin út fjögur hefti á ári. Félagsgjald og innifalin áskrift kostar 5.800 kr. og er veittur afsláttur fyrir stúdenta og hjón.

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.