Flatfiskar

Flatfiskar

Flatfiskar

Vissir þú að lirfur flatfiska eru sviflægar og með augun sitt á hvorri hlið eins og hjá öðrum beinfiskum? Við lok lirfustigs fer af stað myndbreyting hjá lirfunni. Annað augað færist yfir á gagnstæða hlið (augnhlið) og um leið skekkist kjafturinn og bein hauskúpunnar sem verða ósamhverf. Magi og görn vindast til. Flatfiskar eru botnfiskar sem liggja og synda á blindu hliðinni, en stærri flatfiskategundir eins og lúða, grálúða og sandhverfa leita upp í sjó og verða fiskætur þegar þær stækka. Augnhliðin er dökk og liturinn gjarnan breytilegur eftir botnlagi og lit botns en blinda hliðin er ljós eða alveg hvít.  

Sandhverfa. ©Jón Baldur Hlíðberg, fauna.is 

Jaspis

Jaspis

Jaspis

Jaspis er nokkuð algeng síðsteind á Íslandi og finnst einkum sem holu- og sprungufylling í eldra bergi landsins. Jaspis er að mestu úr kísiloxíði (SiO2) en oft eru í steindinni önnur efni, svo sem járn, sem gefa henni litAlgengustu litarafbrigðin eru rauð og gul en græn finnast einnig og jafnvel önnur enn sjaldgæfari. Stundum eru mörg litarafbrigði í sömu steindinni.  

Jaspis er alltaf ógegnsær með fitu- eða glergljáa. Þar sem jaspis er kvarssteind þá er harka hans frekar mikil, eða 7 af 10 stigum og er því hægt að rispa gler með jaspis.  

Auðnutittlingur

Auðnutittlingur

Auðnutittlingur (Carduelis flammea)


Útlit og atferli

Auðnutittlingur er lítill og grábrúnn stélstuttur spörfugl af finkuætt. Rauður blettur á enni og svartur á kverk eru einkennandi. Hann hefur dökkar rákir á síðum, dauf vængbelti og grunnsýlt stél. Síðla vetrar og á vorin verður karlfuglinn bleikur eða rauðleitur á bringu og gumpi. Ungfuglar eru í fyrstu brúnflikróttir, án rauða blettsins á enni, en fá fullan búning í ágúst. Goggur er keilulaga, stuttur og gulur finkugoggur með svartan brodd. Fætur eru dökkbrúnir og augu brún.

Auðnutittlingur flýgur í léttum bylgjum. Hann er kvikur og fimur þegar hann leitar sér ætis í trjám og öðrum gróðri. Er oftast í litlum hópum utan varptíma en þeir geta þó orðið allstórir. Gefur frá sér gjallandi kvein eða dillandi, langdreginn söng.

 

Lífshættir

Auðnutittlingur er frææta, sem byggir tilveru sína á birkifræi. Hann tekur einnig fræ njóla, baldursbrár og fleiri villijurta. Auðnutittlingurinn hefur nýlega komist uppá lag með að ná fræi úr greni- og furukönglum, hann gæti hafa lært það af krossnefnum? Auðnutittlingur fæðir ungana í hreiðrinu og fyrst eftir að þeir yfirgefa það á dýrafæðu; skordýrum og köngulóm. Auðnutittlingar eru algengir á fóðurbrettum í görðum þar sem fræ er gefið og er sólblómafræ eitt besta fóðrið fyrir þá.

 

Auðnutittlingur á Selfossi

Auðnutittlingur etur birkifræ á Selfossi.

Auðnutittlingur etur birkifræ á Selfossi.

Auðnutittlingar á fóðrara á Selfossi. Fóðrið er sólblómafræ með hýði.

Auðnutittlingar á fóðrara í Seljahverfi. Fóðrið er hýðislaust sólblómafræ.

Kjörlendi er birkiskógar og kjarr, auk þess ræktað skóglendi og garðar. Hann gerir sér hreiður í trjám og runnum. Það er lítil, vönduð karfa úr sinu og öðrum gróðri, fóðruð með hárum og fiðri. Urptin er 4–6 egg, þau klekjast á 10–12 dögum og ungarnir verða fleygir á 10–14 dögum. Verpur venjulega nokkrum sinnum á sumri.

 

Eitt af undrum náttúrunnar er, hvernig spörfuglar halda hreiðrinu hreinu, meðan ungarnir eru að vaxa úr grasi. Ungarnir æla dritinu í hvítum pokum, sem kallast dritsekkir. Foreldrarnir annaðhvort éta þá eða fljúga með þá burt.

Auðnutittlingshreiður í Lambhagahverfi, R. Kvenfuglinn með dritsekk.

Útbreiðsla og ferðir

Auðnutittlingurinn er staðfugl. Auðnutittlingsstofninn sveiflast nokkuð eftir árferði og því, hvernig birkifræ þroskast. Í góðu árferði er talið að hann sé um 30.000 pör. Hann hefur breiðst út í kjölfar aukinnar skógræktar, áður fyrr var hann bundinn við birkiskóga og var eini íslenski fuglinn sem varp undantekningalaust í trjám. Grænlenskir auðnutittlingar fara hér um vor og haust og hafa ef til vill vetursetu. Heimkynnin eru á breiðu belti um allt norðurhvelið.

 

Þjóðtrú og sagnir

Lítil þjóðtrú fylgir auðnutittlingnum. Þegar hann kom heim að bæjum í hópum var það fyrir slæmu veðri. Nafnið hefur líklega verið auðnatittlingur samkvæmt danskri frumútgáfu Ferðabókar Eggerts og Bjarna frá 1772, en hans er lítið getið í eldri heimildum.

Skyldar tegundir

Hrímtittlingur (Carduelis hornemanni) er varpfugl í nyrstu héruðum Evrópu, Norður-Ameríku og NV-Grænland. Grænlensku fuglarnir eru taldir vera sérstök undirtegund. – Hrímtittlingar hafa verið fremur sjaldséðir hér á landi, en mjög líklegt er að þeir komi hingað reglulega en þeir eru mjög líkir auðnutittlingum og er örugg greining torveld. Hann er þó mun ljósari; gumpur, undirstélþökur og síður nær hvít og lítið sem ekkert rákótt.

Hrímtittlingur á Selfossi í apríl.

Nýfleygur auðnutittlingsungi í Þrastaskógi.

Auðnutittlingskarl á Selfossi.

Myndir og texti: Jóhann Óli Hilmarsson

Hreindýr Rangifer tarandus

Hreindýr Rangifer tarandus

Hreindýr Rangifer tarandus

Vissir þú að orðið tarandus á latínu merkir sá sem ber horn? Andstætt öðrum hjartardýrum bera bæði kynin horn en fella þau á mismunandi tíma ár hvert. Horn hreindýra er stöðutákn og tarfarnir beita þeim í bardaga um kýrnar. Kelfdar kýr (kálffullar) halda lengst í hornin og geta notað þau til að reka önnur dýr frá stöðum þar sem fæðu er að finna. 

Ljósmyndir: Gaukur Hjartarson. 

Áhrif loftslagsbreytinga á safnastarf

Áhrif loftslagsbreytinga á safnastarf

Áhrif loftslagsbreytinga á safnastarf

Þjóðaminjasafn Íslands og Háskóli Íslands standa fyrir áhugaverðu málþingi miðvikudaginn 25. nóvember frá kl. 11.00-16.30 um áhrif loftlagsbreytinga á safnastarf og þeim áskorunum og tækifærum sem söfn standa frammi fyrir tengdum þessari yfirvofandi vá.

Rætt verður hvernig söfn geti tekist á við samfélagslega kröfu um aukna sjálfbærni og jafnframt stuðlað að upplýstri umræðu um loftlagsbreytingar og afleiðingar þeirra.

Málþinginu verður streymt í gegnum fundakerfi Teams en hægt er að taka þátt og hlusta á fyrirlestra með því að smella á meðfylgjandi link. Gestir eru beðnir um að stilla hljóðnema sína á hljóðlaust.

 

Dagskrá / Program

11.00 – 11.05: Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður

11.05– 11.15: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands / rektor ved Islands Universitet / Rector of the University of Iceland

Ávarp / Indledningstale / Address

11.15 – 12.30: Sanne Houby-Nielsen, safnstjóri / Museumsdirektør / Museum Director og Lotten Gustafsson Reinius rannsóknastjóri / leder af forskning / Research LeaderNordiska Museet: The Artic – While the Ice is Melting / Arktis – Medan isen smälter

Norræna safnið í Stokkhólmi / Nordiska Museet i Stockholm / the Nordic Museum in Stockholm

12.30 – 13.00: Hádegi / Frokost / Lunch

13.00 – 13.25: Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafn Íslands / direktør for Islands Naturhistoriske Museum / Director of the Icelandic Museum of Natural History

Náttúrufræðisöfn og loftslagsbreytingar: Áskoranir, tækifæri og skyldur/ Natural History Museums and Climate Change – Natural History Museums and Climate Change: Challenges, Opportunities and Duties

13.30 – 13.55: Bergsveinn Þórsson, nýdoktor í safnafræðum frá Oslo University / doktor i museologi fra Oslo Universitet / PhD in Museum Studies from Oslo University

Vegvísir: Handbók um aðgerðir í loftslagsmálum fyrir söfn, setur og sýningar / Signpost: A Climate Action Manual for Museums, Culture Centers and Exhibitions

14:00 – 14.25: Sigurjón B. Hafsteinsson og Tinna Grétarsdóttir

Sjálfbærni: lærdómur af torfhúsum / Sustainability: Lessons from the Turf House

Kaffihlé / Kaffe / Coffee

14.40 – 15.05: Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands / direktør for Islands Nationalgalleri / Director of the National Gallery of Iceland

Solstalgia: Viðbættur sýndarveruleiki / Solstalgia: An Immersive Installation

15.10 – 15.35: Aníta Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins / direktør for Sildehistoriks museum / Director of the Herring Era Museum

Salthúsið, endurnýting og sjálfbærni / Salthúsið, Recycling and Sustainability

15.40 – 16.05: Guðný Dóra Gestsdóttir, safnstjóri Gljúfrasteins og formaður Íslandsdeildar ICOM / direktør for Gljúfrasteinn-Laxness museum og formand for ICOMs Islandsafdeling / Director of Gljúfrasteinn – Laxness Museum and President of ICOM Iceland

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Samvinna OECD og ICOM um mikilvægi safna / The OECD-ICOM Guide for Local Governments, Communities and Museums

16.05 – 16:20: Umræður og spurningar / Diskussion / Discussion

16.20 – 16.30: Þakkir og lokaorð Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður

Farvel og tak / Closing Remarks by Margrét Hallgrímsdóttir, Director of the National Museum of Iceland

Fundarstjórn / ordstyrer / moderator: Heiða Björk Árnadóttir