Vissir þú?

Jöklar

Jöklar

Vissir þú að jöklar móta margbreytilegt landslag þegar þeir hopa? Úr lofti má vel sjá fjölbreytta árfarvegi, lón, polla og jökulgarða sem skreyta landið framan við jökulsporðinn. 

Krækilyng

Krækilyng

Vissir þú að krækilyng er mjög algengt um allt land? Krækilyng er einnig kallað krækiberjalyng en gamalt heiti yfir tegundina er lúsalyng, talið var að lyngið gæti eytt lúsum væri það sett undir sængur. Lengi hefur tíðkast að nýta berin í saft, sultur og til...

Sjávarrof

Sjávarrof

Vissir þú að mikið sjávarrof er víða á strandlengju landsins? Á sumum svæðum er rofið svo mikið að það ógnar menningarminjum. Með hækkandi sjávarstöðu má búast við auknu sjávarrofi í framtíðinni.

Eldfjall mánaðarins

Hekla

Hekla

Hekla er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi. Fyrr á tímum var Hekla talin dyrnar að helvíti og jafnvel að þar væri helvíti sjálft að finna. Hekla er um 1.500 metra há megineldstöð í samnefndu eldstöðvakerfi. Megineldstöðin sjálf er um 20 km löng og 10 km...

Askja

Askja

Norðan við Vatnajökul er eldstöðin Askja sem er sigketill í miðjum Dyngjufjöllum. Öskjur í eldfjöllum draga nafn sitt af eldstöðinni Öskju, en lengi vel var hún eina þekkta askjan eða sigketillinn á Íslandi. Öskjurnar í Dyngjufjöllum eru fjórar og í þeirri yngstu má...

Fugl mánaðarins

Álka

Álka

Álka telst til svartfugla, þeir tilheyra ættbálki strandfugla (Charadriiformes) og eru allir af sömu ættinni, svartfuglaættinni. Svartfuglar afla fæðu sinnar úr sjó, verpa við sjó og ala allan sinn aldur á sjó, nema þegar þeir koma á land til að verpa. Þetta eru...

Skógarþröstur

Skógarþröstur

Þessi söngfagri spörfugl er einkennisfugl íslenskra birkiskóga og garða í þéttbýli. Hann er meðalstór af spörfugli að vera, dökkmóbrúnn að ofan, hvítur eða ljósgulur að neðan. Bringa hans er alsett þéttum, dökkum langrákum, kviðurinn er minna rákóttur. Ljós, breið...

Rauðbrystingur

Rauðbrystingur

Rauðbrystingur er meðalstór, hnellinn vaðfugl með stuttan gogg, háls og fætur. Á sumrin er hann rauðbrúnn á höfði, hálsi, bringu og kviði, dökkur að ofan með móleitum dröfnum og með dökkrákóttan koll. Á haustin og veturna er hann að mestu grár með ljósari fjaðrajaðra...