Ný heimasíða Náttúruminjasafnsins

Þessi heimasíða Náttúruminjasafns Íslands sem blasir við augum lesandans er ný af nálinni. Nýr hýsingaraðili heimasíðu stofnunarinnar er Reiknistofnun Háskóla Íslands og bætist sú vefumsjón við kerfisstjórn og aðra tölvuumsjón sem Reiknistofnun hefur veitt Náttúruminjasafninu um árabil.

Heimasíðan verður með tiltölulega einföldu sniði til að byrja með, en henni er ætlað að vaxa og dafna með tíð og tíma eftir því sem efni og aðstæður leyfa.

Nýtt merki Náttúruminjasafns Íslands

Niðurstaða er fengin í samkeppni um einkennismerki Náttúruminjasafns Íslands sem auglýst var í desember og Hönnunarmiðstöð Íslands og Náttúrminjasafnið stóðu fyrir. Þátttaka var mjög góð og bárust alls 122 tillögur. Dómnefndin var sammála um niðurstöðuna og hefur valið úr eina vinningstillögu.

Vinningshafanum hefur verið gert viðvart en úrslit samkeppninnar verða kynnt opinberlega á aðalfundi Hins íslenska nátttúrufræðifélags sem haldinn verður laugardaginn 22. febrúar n.k. í fyrirsletrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Aðalfundurinn verður auglýstur sérstaklega síðar