Uglur

Uglur

Aðalfæða flestra ugla eru nagdýr og önnur smádýr. Fábreytt nagdýrafána og skortur á skriðdýrum skýrir að hluta hversu fáar uglur verpa hér á landi miðað við grannlöndin.

Lindasvæði

Lindasvæði

Fáir vita að á Íslandi eru stærstu lindasvæði heims og líklega hafa fáar þjóðir jafn greiðan aðgang að svo miklu og heilnæmu ferskvatni og Íslendingar. Hér vellur fram ferskt og kalt vatn og þar sem heitt berg hitar upp grunnvatnið spretta fram laugar og hverir.

Melgresi

Melgresi

Vissir þú að melgresi er öflugasta landgræðslujurtin okkar. Hún getur fest rætur í foksandi, bundið hann í melhóla og búið í haginn fyrir aðrar plöntur. Rætur melgresis eru gríðarlegar í samanburði við græna hluta plöntunnar og geta náð í vatn á 6–8 m dýpi í sandinum.

Vellankatla

Vellankatla

Vissir þú að stærstu lindasvæði landins eru við norðanvert Þingvallavatn. Í Vatnsviki opnast mjög stór lind inn í vatnið sem nefnist Vellankatla. Vatnið rennur fram undir svo miklum þrýstingi að það myndar bullaugu og þar frýs aldrei á vetrum.
Örnefnið Vellankatla er gamalt og kemur fyrir í Kristni sögu þar sem segir frá því er þeir Hjalti Skeggjason og Gizzur hvíti hittust þar og riðu saman til Alþingis sumarið 1000 þar sem þeim tókst að þröngva fram siðaskiptum í landinu.

Ský

Ský

Vissir þú að vatn er í eilífri hringrás – það gufar upp af sjó og landi, myndar ský sem berast um allan heim í veðrahvolfinu og senda frá sér rigningu, slyddu eða snjókomu og hagl. Á íslensku eru til ótal orð yfir ský. Á meðal þeirra eru: gefja, gegnsær, geisli, glitský, gluggaþykkni, gráblika og gullský.

Straumvötn

Straumvötn

Vissir þú að lindár, dragár og jökulár hafa hver sín ólíku einkenni. Lindár renna jafnt allt árið, rennsli dragáa fylgir úrkomu og lofthita og jökulárnar bólgna í takt við jökulleysingu á sumrin og hlaupa sumar reglulega vegna eldsumbrota undir jökli.