Starfsfólk Náttúruminjasafnsins og samstarfsaðilar safnsins flytja erindi á ráðstefnum og við önnur tækifæri þar sem fjallað er um náttúrufræði og önnur málefni á starfssviði safnsins.
Erindi árið 2021
„Náttúruminjasafn Íslands – samfélagslegt hlutverk“. Erindi Dr. Hilmars J. Malmquist, forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands, flutt á námskeiðinu Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M) hjá Félagsvísindasviði Háskóla Íslands/Félags- og mannvísindadeild, 11. mars 2021.
„WATER in Icelandic Nature. Náttúruminjasafn Íslands – The Icelandic Museum of Natural History (IMNH)“. Kynning Dr. Hilmars J. Malmquist, forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands, á starfsemi Náttúruminjasafns Íslands í tilefni af heimsókn dr. Christophe Dufour, dómara á vegum Evrópsku safnaverðalaunanna 2022 (EMYA) í Reykjavík, 24. júní 2021.
„Náttúruhús í Nesi. Nýjar höfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands á Seltjarnarnesi“. Kynning Dr. Hilmars J. Malmquist, forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands, á 1. fundi fagráðs Náttúruminjasafns Íslands um efnistök og innihald sýningar. Safnahúsinu við Hverfisgötu, Reykjavík, 13. september 2021.
„Söfn og loftslagsvá − mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni“. Erindi Dr. Hilmars J. Malmquist, forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands, flutt á Farskóla FÍSOS, Áföll og ábyrgð – Raddir framtíðarsýnar, Stykkishólmi. 13.−15. október 2021.
„Nýr landnemi meðal lindýra; Sindraskel (Ensis terranovensis, Vierna & Martínez-Lage, 2012) finnst við Suðvesturland.” Erindi Hilmars J. Malmquist, Davíðs Gíslasonar, Sindra Gíslasonar Joana Micael og Sæmundar Sveinssonar með ágripi flutt á Líffræðiráðstefunni 2021 í Öskju og Íslenskri Erfðagreiningu. 14.–16. október 2021.
„Skötuormar – huldudýr á heiðum uppi“. Erindi Þorleifs Eiríkssonar, Þorgerðar Þorleifsdóttur, Hrefnu Sigurjónsdóttur og Hilmars J. Malmquist með ágripi flutt á Líffræðiráðstefunni 2021 í Öskju og Íslenskri Erfðagreiningu. 14.–16. október 2021.
Erindi árið 2020
Biodiversity – meaning and importance. Vision of Icelandic Museum of Natural History. Fyrirlestur Dr. Hilmars J. Malmquist, forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands, fluttur á Zoomfundi á vegum Háskólans á Hólum. 11. desember 2020.
Náttúrufræðisöfn og loftslagsbreytingar. Fyrirlestur Dr. Hilmars J. Malmquist, forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands, fluttur á málþingi Þjóðminjasafns Íslands og Háskóla Íslands, Fræðmóti, 25. nóvember 2020.
Lifað með veirum, Náttúra kórónuveira – veirur í sýningahaldi. Fyrirlestur Dr. Hilmars J. Malmquist, forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands á vorfundi höfuðsafna sem haldinn var 17. september 2020.
Erindi árið 2019
Eldvirkni og eldgosavá á Reykjanesskaga. Erindi flutt á Eldfjalladegi jarðvanga í Evrópu í boði Reykjanes Geopark í Duus safnahúsinu, Reykjanesbæ. Þóra Björg Andrésdóttir, Ármann Höskuldsson, Ingibjörg Jónsdóttir og Þorvaldur Þórðarson. 1. júní 2019.
Af íslandsléttbökum í Kaupmannahöfn: íslenskur náttúruarfur eða danskur menningararfur?Erindi flutt í Þjóðminjasafninu í tengslum við Hátíð hafsins og sjómannadaginn. Hilmar J. Malmquist. 1. júní 2019.
Warming of Lake Þingvallavatn and thermal processes in the lake. Poster presented at the Icelandic Biology Conference 17-19 October 2019. Veggspjald kynnt á Líffræðiráðstefnunni 2019. Abstract/ágrip. Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur R. Ingvason, Stefán Már Stefánsson and Þóra Hrafnsdóttir.
The extinct population of walruses in Iceland. Poster presented at the Icelandic Biology Conference 17-19 October 2019. Veggspjald kynnt á Líffræðiráðstefnunni 2019.
Abstract/ágrip. Snæbjörn Pálsson, Xénia Keighley, Meritxell Fernán-Coll1, Peter Jordan, Bjarni F. Einarsson, Ævar Petersen, Morten Tange Olsen and Hilmar J. Malmquist.
Rostungar til forna við Ísland náttúrusaga og mannvistfræði. Hilmar J. Malmquist líffræðingur og Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur fjalla um nýja rannsókn sem varpar ljósi á tilvist sérstaks stofns rostunga á Íslandi fyrr á öldum og útdauða stofnsins um og upp úr landnámi. Erindi flutt á vegum Félags íslenskra fræða í Neskirkju, Reykjavík 9. október 2019.
Erindi árið 2018
Samstarf Náttúruminjasafns Íslands og Háskóla Íslands – spáð í framtíðina. Kynning á deildarfundi Félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands. Hilmar J. Malmquist. 26. janúar 2018.
Hlýnun Þingvallavatns og hitaferlar í vatninu. Erindi flutt á fræðslufundi Hins íslenska náttúrufræðifélags, stofu 132, Öskju, húsi náttúruvísinda við Háskóla Íslands. Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur R. Ingvason, Stefán Már Stefánsson og Þóra Hrafnsdóttir. 29. janúar 2018.
Náttúruminjasafn Íslands á krossgötum ‒ sagan, nútíðin og framtíðin. Erindi flutt í áfanganum Faglegt starf safna, Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Lögbergi, stofu 103. Hilmar J. Malmquist. 6. apríl 2018.
Um Íslandsléttbaka í Kaupmannahöfn og sitthvað fleira tengt stórhvelum og Íslandi. Erindi flutt í Jónshúsi, Kaupmannahöfn. Hilmar J. Malmquist. 14. ágúst 2018.
Erindi árið 2017
9. mars 2017. Hilmar J. Malmquist. Þingvallavatn ‒ einstakt vistkerfi undir álagi. Erindi flutt á námsskeiðaröðinni Gott að vita. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu. Grettisgötu 89.
10. og 11. mars 2017. Skúli Skúlason. Uppruni þróun og umhverfi okkar dýranna -skyldleiki, samlíf og verðmætamat. Erindi flutt á Hugvísindaþingi Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands.
4. apríl 2017. Hilmar J. Malmquist. Samstarf Náttúruminjasafns Íslands og Háskóla Íslands –pælingar um framtíðina. Erindi flutt á deildarfundi Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands.
20. júní 2017. Þorleifur Eiríksson, Sigmundur Einarsson, Tómas Grétar Gunnarsson & Skúli Skúlason. Integrated biological, geological and cultural diversity of river basins with hydroelectric potential. Erindi um nýja aðferðafræði við verðmætamat í tengslum við rammáætlun um nýtingu og verndun vatnsafls og jarðvarma. Flutt á alþjóðlegri ráðstefnu um verkfræði og vatnvistfræði fisvega. Oregon State University – Corvallis, Oregon (USA), June 19-21, 2017.
28. október 2017 Skúli Skúlason o.fl. Hvernig á að meta verðmæti náttúrunnar? Reynsla frá áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (How to evaluate the value of nature?Experience from the Icelandic Master Plan for Nature Protection and Energy Utilization). Erindi flutt á ráðstefnu Líffræðifélags Íslands 27.–29. nóvember 2017. Ágrip.
28. október 2017. Þorleifur Eiríksson o.fl. Samþætt mat á náttúruverðmætum landssvæða við fallvötn (Integrated biological, geological and cultural diversity of river basins with hydroelectric potential). Erindi flutt á ráðstefnu Líffræðifélags Íslands 27.–29. nóvember 2017. Ágrip.
Erindi árið 2016
07.01.2016. Hilmar J. Malmquist. Þingvallavatn: Náttúruperla undir álagi. Erindi flutt á fræðslukvöldi Sportkafarafélags Íslands. Fjallað um vistkerfi Þingvallavatns, náttúrufræðileg einkenni og sérkenni og álag á vatnið af mannavöldum.
03.02.2016, Hillmar J. Malmquist. Náttúruminjasafn Íslands – saga, staða og horfur. Gestafyrirlestur fluttur í kynningaráfanga í safnafræði við Félags- og mannvísindadeild, Háskóla Íslands. Fjallað um forsögu, stöðu og horfur í starfsemi Náttúruminjasafnsins.
27.02.2016. Hilmar J. Malmquist. Hálendi Íslands – mikilvægi þekkingar og fræðslu. Erindi flutt á ráðstefnu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í boði Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar í Hörpu dagana 26. og 27. febrúar.
09.08.2016. Hilmar J. Malmquist. SAGA geopark:Thoughts on biological and limnological characteristics and distinctive features. Erindi flutt á kynningar- og vinnufundi um Saga jarðvang í Borgarfirði.
18.09.2016. Hilmar J. Malmquist. Um náttúruvísindi, listir og náttúruna.Erindi flutt á málþingi Listasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands vegna sýningarinnar Ríki, flóra, fána, fabúla í Listasafni Reykjavíkur.
26.09.2016. Hilmar J. Malmquist. Þingvallavatn: Einstakt vistkerfi undir álagi. Erindi flutt á námskeiðinu Undraheimur Þingvalla á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Fjallað um vistkerfi Þingvallavatns, náttúrufræðileg einkenni og sérkenni og álag á vatnið af mannavöldum.
11.11.2016. Hilmar J. Malmquist. Náttúruminjasafn Íslands – saga, staða og horfur. Hádegiserindi flutt í boði Líffræðistofu Háskóla Íslands. Fjallað um sögu, stöðu og framtíðarhorfur Náttúruminjasafnsins.
Erindi árið 2015
19.02.2015. Hilmar J. Malmquist. Safnastarf á sviði náttúrufræða:Náttúruminjasafn Íslands – saga, staða og horfur. Erindi flutt í safnafræði við Félags- og mannvísindadeild, Háskóla Íslands. Fjallað um forsögu, stöðu og horfur í starfsemi Náttúruminjasafnsins.
19.03.2015. Hilmar J. Malmquist. Framtíð náttúrufræðisafna: mikilvægi, jafnvægi og nýsköpun. Erindi flutt á aðalfundi Íslandsdeildar ICOM. Frásögn af fundi Alþjóðanefndar náttúrufræðisafna (ICOM NATHIST) í Króatíu haustið 2014.
23.–24.03.2015. Skúli Skúlason, Hilmar J. Malmquist, Stefán Óli Steingrímsson
and Bjarni K. Kristjánsson. Biodiversity in Iceland. Fyrirlestur um líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi. Ráðstefna Vistfræðifélags Íslands haldin á Hótel Stykkishólmi 23.–24. mars 2015. Flytjandi Skúli Skúlason. Ágripshefti ráðstefnunnar: Ágrip VISTIS 2015.
17.04.2015. Hilmar J. Malmquist. Nýting náttúruauðlinda: um boð og bönn, endurnýjun, mat og sjálfbærni. Erindi flutt á ráðstefnu á vegum Guðbrandsstofnunar í samstarfi við Ferðamálastofu, Landvernd og Orkustofnun: Hvernig metum við hið ómetanlega: Auðlindir og nýting þeirra. Hólum í Hjaltadal, 16.–17. apríl 2015. Fjallað um sjálfbærar og ósjálfbærar nýtingaraðferðir og verðmætamat á náttúruauðlindum.
02.06.2015. Hilmar J. Malmquist. The Icelandic Museum of Natural History: strong roots, uncertain future. Kynning flutt í tilefni heimsóknar starfsfólks Náttúrufræðisafnsins í Riga, Lettlandi. Starfsemi Náttúruminjasafnsins kynnt, forsaga safnsins og framtíðarhorfur.
06.07.2015. Hilmar J. Malmquist. The Icelandic Museum of Natural History: strong roots, uncertain future. Kynning flutt á fundi forstöðumanns Náttúrufræðisafnsins með stjórnendum Náttúrufræðisafnsins i London. Starfsemi Náttúruminjasafnsins kynnt, forsaga safnsins og framtíðarhorfur.
25.-25.08.2015. Þorleifur Eiríksson (samstarfsaðili Náttúruminjasafnsins). Inter institutional databases in Iceland in relation to NeIC-LifeWatch. Vinnufundur um rafræna innviði á Norðurlöndum á sviði líffræðilegrar fjölbreytni. Osló, 25.-26.08.2015. Heimasíða vinnufundarins.
01.09.2015. Hilmar J. Malmquist. Gestafyrirlestur í umhverfisverkfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Háskóla Íslands. Þingvallavatn: einstakt vistkerfi undir álagi. Fjallað um vistkerfi Þingvallavatns, náttúrufræðileg einkenni og sérkenni og álag á vatnið af mannavöldum.
30.09.2015. Hilmar J. Malmquist. Þingvallavatn: einstakt vistkerfi undir álagi. Erindi flutt á námskeiðinu Undraheimur Þingvalla á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Fjallað um vistkerfi Þingvallavatns, náttúrufræðileg einkenni og sérkenni og álag á vatnið af mannavöldum.
6.11.2015. Starri Heiðmarsson (Náttúrufræðistofnun Íslands) og Þorleifur Eiríksson (samstarfsaðili Náttúruminjasafnsins). Gagnasöfn og gegnsæi. Erindi á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruminjasafns Íslands um gerð og eðli gagnagrunna, tengls gagnabanka, aðgengi og nýtingu. Flutt á Líffræðiráðstefnunni 2015. Ágrip erindisins.
7.11.2015. Hilmar J. Malmquist. Jarðvarmavirkjanir og áhrif á lífríki og vatnsgæði: affallsvatn frá Nesjavallavirkjun og Þingvallavatn. Erindi flutt á málþingi Fjöreggs í Skjólbrekku, Mývatnssveit. Fjallað um áhrif jarðvarmavirkjana á nærumhverfi.
Erindi árið 2014
2.05.2014. Hilmar J. Malmquist. Kynning í borgarráði Reykjavíkur á hugmyndum um sýningahald í Perlunni.
29.09.2104. Hilmar J. Malmquist. Þingvallavatn. Einstakt vistkerfi undir álagi. Endurmenntun Háskóla Íslands.
13.10.2014. Hilmar J. Malmquist. The Icelandic Musuem of Natural History: strong roots, uncertain future. ICOM NATHIST conference, Croatia 11.-16. October 2014.
06.11.2104. Hilmar J. Malmquist. Náttúrufræðisöfn og rannsóknir. Málþing á vegum Safnaráðs um rannsóknir safna.
Erindi árið 2013
23.09.2013. Hilmar J. Malmquist. Þingvallavatn. Einstakt vistkerfi undir álagi. Endurmenntun H.Í.
25.09.2013. Hilmar J. Malmquist. Náttúruminjasafn Íslands: saga, staða og horfur. Farskóli FÍSOS.
07.11.2013. Hilmar J. Malmquist. Þingvallavatn. Einstakt vistkerfi undir álagi. Rotaryklúbburinn Reykjavík-Austurbær.
13.12.2013. Hilmar J. Malmquist. Náttúruminjasafn Íslands og ferðaþjónustan: tengsl og gagnkvæmir hagsmunir. Ferðamálstofa.